Sundlaug Hlaðir - Rekstraraðili óskast

Þriðjudagur, 5. mars 2019
 
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina að Hlöðum sumarið 2019. 
 
Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast: 
 
    Alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar í júní, júlí og ágúst nk. 
 
    Allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á 
    rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist. 
 
Rekstraraðili skal ábyrgjast að starfsmenn er annast sundlaugarvörslu hafi lokið 
námskeiðinu Skyndihjálp og björgun fyrir starfsfólk sundstaða. Æskilegt er að starfsmenn 
hafi náð 20 ára aldri og geti uppfyllt skilyrði um reglur og öryggi á sundstöðum. 
 
Umsóknum um „Rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum 2019“ skal skila fyrir föstudaginn 
15. mars nk.á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið 
 
Umsóknum skal fylgja samantekt um umsækjanda m.a. fyrri störf, reynslu af rekstri og 
starfsmannahaldi. 
 
Nánari upplýsingar veitir félagsmála- og frístundafulltrúi í síma 433-8500 eða á netfangið 
 
Hvalfjarðarsveit 13. febrúar 2019 
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri.