Nýr skipulags-og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Fimmtudagur, 20. desember 2018
Bogi Kristinsson Magnusen er nýr skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.  Hann hóf störf þann 1. desember sl.  
 
Bogi hefur sl. 16 ár verið skipulags- og byggingarfulltrúi fyrir sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhóla-, Kaldrananes- og Árneshrepp.  Bogi er með meistararéttindi í húsasmíði, byggingarfræðingur frá Vitus Bering Horsens í Danmörku og MS.c í Skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.  
 
Bogi er kvæntur Hörpu Helgadóttur og eiga þau tvö uppkomin börn.
 
Við bjóðum Boga velkominn til starfa.