Breytingar á Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar

Föstudagur, 15. febrúar 2019
Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar hefur verið lagður niður og í stað hans hafa verið stofnaðir tveir nýir sjóðir sem taka við hlutverki Styrktarsjóðsins,  Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar og Íþrótta-og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar.  
 
Úthlutun úr hinum nýju sjóðum verður einu sinni á ári og er það breyting frá því sem áður var.  Árið 2019 munu sjóðirnir hafa sama fjármagn til úthlutunar og Styrktarsjóður hafði.
 
Reglur um nýju sjóðina og umsóknareyðublöð eru komin inn á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
 
Auglýst verður innan skamms eftir umsóknum í sjóðina, bæði með dreifibréfi til íbúa og á heimasíðu sveitarfélagsins.  
 
Reglur Menningarsjóðs má sjá hér
 
Reglur Íþrótta-og æskulýðssjóðs má sjá hér