Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

Mánudagur, 17. desember 2018
Á 93. fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar þann 4.12.2018  var gerð eftirfarandi bókun:
 
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Breyting í kafla 4 í greinargerð um frístundabyggð.
Nefndin telur að þær ábendingar sem bárust í lýsingarferli málsins séu þess eðlis að ekki sé fært að halda áfram með málið á þeim grunni sem unnið hefur verið með.
 
USN nefnd bendir á að framundan er vinna við nýtt Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Í þeirri vinnu þarf að liggja fyrir hver stefnumörkun sveitarfélagsins er hvað varðar gististaði í frístundabyggð. 
 
Afgreiðsla sveitarstjórnar á fundi - 278. þann 11.12.2018 
 
Niðurstaða þessa fundar
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fellst á tillögu nefndarinnar að falla frá fyrirhugaðri breytingu á kafla 4 í greinargerð Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að tilkynna ákvörðun sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar og á heimasíðu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Skipulags-og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.