Allar fréttir

Þriðjudagur, 12. desember 2017

Opið hús fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit, miðvikudaginn 13. desember kl. 16:00-18:00. Tónlistarskólinn á Akranesi verður með atriði og lesin verður upp jólasaga og fleira skemmtilegt.

Jólalegar veitingar,

Hlökkum til að sjá ykkur 

Magga og Sigrún

Föstudagur, 8. desember 2017

254. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. desember  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 6. desember 2017

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2018 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2019-2021 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl.

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2018

Föstudagur, 1. desember 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur gert samning við Björgvin Heiðarr Björgvinsson, félagsráðgjafa um þjónustu, viðbragð, ráðgjöf, meðferð og úrvinnslu barnaverndarmála í samráði við barnaverndarnefnd.
Samningurinn við Björgvin tekur gildi 1. desember 2017.
Vegna barnaverndarmála í Hvalfjarðarsveit skal hafa samband við Björgvin Heiðarr Björgvinsson í síma 863-2157 eða á netfangið bjorgvin.heidarr@akranes.is
 
Skúli Þórðarson, sveitastjóri
 
Föstudagur, 24. nóvember 2017

253. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 24. nóvember 2017
Síðustu daga hefur verið unnið að viðgerð á heitum potti í Heiðarborg. Ljóst er að viðgerðin er tímafrek og umfangsmikil og af þeim sökum verður heiti potturinn lokaður næstu daga. Þess er vænst að hægt verði að nota pottinn í lok næstu viku.
Í tengslum við viðgerðina verður sundlaugin í Heiðarborg lokuð laugardaginn 25. nóvember og mánudaginn 27. nóvember nk.
 
Tæknideild
 
Föstudagur, 10. nóvember 2017

252. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 3. nóvember 2017

Föstudaginn 10. nóvember nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Skipanesi á milli kl. 17:00 – 19:00.

Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur. Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.

Föstudagur, 3. nóvember 2017

Þann 1. nóvember sl. var athöfn að Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd þar sem afhjúpaður var minnisvarði eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev. Minnisvarðinn ber heitið „Von um frið“ og er hann reistur af Rússum sem gjöf frá þeim til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðarflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Árétting til dýraeigenda í þéttbýli og dreifbýli:
1. Samkvæmt lögum um velferð dýra/reglugerð um velferð gæludýra eiga allir hundar, kettir og kanínur að vera örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn, Dýraauðkenni. Sú skylda er lögð á herðar dýraheilsustarfsfólks s.s. dýralæknar og dýraeftirlitsfólk  að tilkynna til MAST ef óörmerkt/óskráð dýr koma til meðhöndlunar og ekki er vilji til að merkja/skrá viðkomandi dýr.
 

Pages