Allar fréttir

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017 lagður fram til fyrri umræðu.

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 13. mars sl. var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017 lagður fam til fyrri umræðu.
Afkoma af rekstri Hvalfjarðarsveitar á árinu 2017 var jákvæð og betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir.

Föstudagur, 9. mars 2018

259. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 13. mars  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 8. mars 2018

Niðurstaða skoðunarkönnunar á vegum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um viðhorf íbúa, til þess að kjósa  lista- eða persónukosningu í næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu liggja fyrir.

 

Sendir voru út 490 seðlar á íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu 18 ára og eldri.

210 skiluðu inn atkvæðaseðlum, eða 43%.

Mánudagur, 26. febrúar 2018
Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í Skýjaborg
 
Leikskólakennari / leiðbeinandi í leikskóla óskast til starfa í Skýjaborg. Starfshlutfall er 50-62,5%. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
 
Mánudagur, 26. febrúar 2018

Á fundi Menningar- og atvinnuþróunarnefndar þann 21. febrúar sl. var fjallað um tímasetningu Hvalfjarðardaga. Á fundi nefndarinnar með ferðaþjónustuaðilum í janúar sl.  kom fram tillaga um að hátíðarhöldin yrðu færð yfir í júlí. Eftir að hafa skoðað málið og rætt við fleiri aðila var ákveðið að halda Hvalfjarðardaga í ágúst eins og verið hefur. Megin áhersla verður lögð á laugardaginn en ef einhver vill vera með uppákomu á föstudegi eða sunnudegi þá er það besta mál.

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd

Mánudagur, 26. febrúar 2018

Frestur til að skila könnun vegna fyrirkomulags við sveitarstjórnarkosninga í vor hefur verið framlengdur til 5. mars næstkomandi. En könnunin var ekki borin út 22. febrúar eins og til stóð heldur 26. febrúar. Þeir sem fengið hafa könnunina í hendur geta póstlagt svarumslagið eða skilað því í póstkassa við anddyri stjórnsýslunnar að Innrimel 3.

Oddviti

Föstudagur, 23. febrúar 2018

258. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 22. febrúar 2018
Kæru íbúar
Þann 26. maí næstkomandi verður gengið til sveitarstjórnarkosninga og nokkur umræða hefur verið í samfélaginu um hvaða form sé heppilegast hér í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt 19 gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 skulu fulltrúar í sveitarstjórnum kjörnir í leynilegum almennum kosningum sem geta verið með tvennu móti, þ.e bundinni hlutfallskosningu (listakosningu) eða óbundnum kosningum (persónukjöri).
 
Fimmtudagur, 15. febrúar 2018
Allt að fjórum sinnum á almanaksári greiðir Hvalfjarðarsveit fyrir snjómokstur / hálkueyðingu að heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem föst búseta er.
Ábúendur skulu panta mokstur / hálkueyðingu með eins sólarhrings fyrirvara svo hægt sé að tryggja snjómokstur / hálkueyðingu eins og óskað er eftir.
Íbúar eldri en 67 ára og örorkulífeyrisþegar, m.v. 75% örorku geta leitað til sveitarfélagsins um mokstur / hálkueyðingu á heimreiðum umfram fjögur skipti. Fyrir slíka þjónustu þarf að greiða 50% af taxta viðkomandi verktaka. 
Þriðjudagur, 13. febrúar 2018
Már Jónsson prófessor flytur fyrirlestur um bókina Pilt og stúlku og höfund hennar í Safnahúsi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00. Verkið skrifaði Jón Thoroddsen þegar hann stóð á þrítugu, en hann var á  sínum tíma sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá.  Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Af því tilefni hefur fyrsta útgáfa bókarinnar verið endurprentuð og hafði Már umsjón með því verkefni. 
 

Pages