Allar fréttir

Föstudagur, 22. febrúar 2019
281. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
Mánudagur, 18. febrúar 2019
 
Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar hefur verið lagður niður og í hans stað hafa verið stofnaðir 
tveir nýir sjóðir sem taka við hlutverki Styrktarsjóðsins, Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar og 
Íþrótta-og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar. Menningarsjóður er í umsjón Menningar- og 
markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Íþrótta- og æskulýðssjóður er í umsjón Fjölskyldu- og 
frístundanefndar Hvalfjarðarsveitar. 
 
Föstudagur, 15. febrúar 2019
Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar hefur verið lagður niður og í stað hans hafa verið stofnaðir tveir nýir sjóðir sem taka við hlutverki Styrktarsjóðsins,  Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar og Íþrótta-og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar.  
 
Úthlutun úr hinum nýju sjóðum verður einu sinni á ári og er það breyting frá því sem áður var.  Árið 2019 munu sjóðirnir hafa sama fjármagn til úthlutunar og Styrktarsjóður hafði.
 
Fimmtudagur, 14. febrúar 2019
 
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina að Hlöðum sumarið 2019. 
 
Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast: 
 
    Alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar í júní, júlí og ágúst nk. 
 
    Allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á 
    rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist. 
 
Mánudagur, 11. febrúar 2019
Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2019 er lokið.  
 
Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 71 árs og eldri.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt í íbúagátt á vef Hvalfjarðarsveitar eða á vefnum www.island.is
 
Föstudagur, 8. febrúar 2019
280. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
Fimmtudagur, 7. febrúar 2019
 
Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2019 lausa til umsóknar.
 
 
 
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.
 
Fimmtudagur, 7. febrúar 2019
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“.   Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.
 
Nánari upplýsingar um verkefnið, fundarstaði og tíma má sjá hér
Miðvikudagur, 6. febrúar 2019

Eitt líf forvarnarfræðsla verður með fyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn barna í Heiðarskóla í skólanum í kvöld, miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta á þennan fyrirlestur.

Kynningarbréf frá Eitt líf-forvarnarfræðslu má sjá hér.

Fimmtudagur, 31. janúar 2019
Lýsing á deiliskipulagstillögu Narfastaðalandi
          
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2019 lýsingu á deiliskipulagstillögu sbr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 
 
Lýsingartillagan er fyrir Narfastaðaland 4.no.2A í Hvalfjarðarsveit. 
 

Pages