Allar fréttir

Fimmtudagur, 13. desember 2018

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 11. desember sl. samþykkti sveitarstjórn með öllum greiddum atkvæðum að  fella niður næstu tvo reglubundnu fundi sína þ.e. þann 25. desember nk. og 8. janúar nk. þannig að næsti fundur sveitarstjórnar verði þá 22. janúar nk.

Fimmtudagur, 13. desember 2018
Laus er staða við ræstingar í leikskólanum Skýjaborg, Hvalfjarðarsveit.  Um er að ræða ræstingarstarf utan dagvinnutíma alla virka daga, 3,05 klst. á dag, vinnan fer fram á tímabilinu 16:30 – 20:00 eða eftir samkomulagi. 
 
Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg. 
Hreinlæti í fyrirrúmi. 
Sjálfstæð vinnubrögð. 
Starfið hentar báðum kynjum.
Þriðjudagur, 11. desember 2018
 
Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun 2020-2022
var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 27. nóvember sl. 
 
Um er að ræða metnaðarfulla áætlun til næstu fjögurra ára þar sem hlúð er að 
áframhaldandi góðri þjónustu við íbúa, viðhaldi á eignum sveitarfélagsins auk uppbyggingar 
til framtíðar. Leitast er við að halda fjármagnskostnaði í lágmarki eins og kostur er og lagður 
Mánudagur, 10. desember 2018

Opið hús eldri borgara verður í Miðgarði miðvikudaginn 12. desember kl. 15.(ath. breyttan tíma).

Haraldur Magnússon og Dúfa Stefánsdóttir segja frá bernskujólum sínum.

Jóhanna Harðardóttir les jólasögu.

Kirkjukór Saurbæjarsóknar kemur og syngur nokkur lög.

Kaffiveitingar.

Föstudagur, 7. desember 2018

278. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 11. desember  2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Dagskrá fundarins má sjá hér

Miðvikudagur, 5. desember 2018

Í morgun var kveikt á jólatrénu við Stjórnsýsluhúsið.  Leikskólabörn af Skýjaborg komu í heimsókn, sungið og dansað var í kringum jólatréð. 

Að því loknu var þeim boðið í heimsókn í Stjórnsýsluhúsið þar sem sveitarstjóri bauð upp á mandarínur. 

 

 

Mánudagur, 3. desember 2018
Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður öllum sem vilja, að koma og kaupa jólatré 
á skógræktarsvæði félagsins (í Álfholtsskógi) við Furuhlíð.
 
Verið velkomin í skóginn laugardaginn 8.desember eða laugardaginn 15.desember.
Opnað er upp úr hádegi 13 – 15.30
Félagar í Skógræktarfélagi Skilmannahrepps verða á staðnum til aðstoðar við val á trjám. 
Reiknað er með að menn sagi sjálfir sitt tré ef þeir vilja (hafið sögina með!).  
Miðvikudagur, 28. nóvember 2018

Vilt þú taka næsta skref inn í framtíð ferðaþjónustunnar? Opið er fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup Tourism til 3. desember á startuptourism.is.

Leitað er eftir ferðaþjónustufyrirtækjum og lausnum sem auka verðmætasköpun innan greinarinnar.

 

Mánudagur, 26. nóvember 2018

Opið hús eldri borgara verður í Miðgarði miðvikudaginn 28. nóvember kl. 14.

Leiðbeint verður með perlumyndir en einnig verður hægt að kaupa myndir á staðnum.  Gott að hafa lampa og stækkunargler með.

Einnig verður í boði að koma og spila.  Upplýsingar gefur Sigrún í síma 692-9381.

Kaffiveitingar.

Mánudagur, 26. nóvember 2018
Á 274. fundi Sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 23. október 2018 var tekið til kynningar frá nefndarsviði Alþingis, tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.
Í framhaldi af því sendi Sveitarstjórn eftirfarandi umsögn:
 
Hringvegur 1  Kjalarnes – Sundabraut
 

Pages